Thursday, November 20, 2008

Aux Champs-Elysées... lalalala

Síðan við komum hingað til Parísar höfum við Eygló alltaf verið hálf utangáttar um það sem er um að vera hérna í þessari borg.. missum alltaf af forsetanum þegar hann er að koma eitthvað fram og nuit blanch misstum við af og eitthvað fleira.
en í dag var ég að lesa dagblað í métro og sá þar minnst á tvo atburði sem ég var viðstödd í gær! vúhú
-Fyrsta var þegar Marion Cotillard (gellan sem leikur Edit Piaf í myndinni) og borgarstjórinn kveiktu á jólaljósunum á Champs-Élysées.
-Hitt var fótboltaleikur milli Frakklands og Úrúgvæ.. Já ég sagði fótboltaleikur, ég fór á fótboltaleik!!! Það var reyndar mjög gaman, ekki smá stór völlur! tekur 80.000 manns i sæti og það var uppselt, það er 1/4 af öllum Íslendingum! hef aldrei stigið fæti á svona stadium, aðeins skemmtilegra en höllin á akureyri...

Þannig að núna er ég orðin með á nótunum hérna í þessari borg, það er gaman.

Helgin var frábær, Ragga, Arna og Erla komu hér við á leið heim frá Barcelona og það var ekki smá gaman að sjá þær! Hlakka svo til að hitta alla um jólin..

Sjáumst!




Saturday, October 18, 2008

Small dick

Eygló bloggaði um daginn um ýmsar týpur af gaurum sem við höfum hitt hérna í París. Núna ætla ég að segja frá einum sem er mjög spes.
í gær fórum við á klúbb og einn maður gaf sig á tal við mig þegar ég var rétt komin inn. Mér fannst hann geggjað góður með sig og hálfpirrandi en hafði gaman af því að rugla eitthvað í honum. hitti hann hér og þar allt kvöldið og einhverra hluta vegna sannfærði hann mig um að gefa sér númerið mitt... og ég setti hans númer í símann minn en þar sem ég mundi ekkert hvað hann hét þá bað ég hann um að rita nafn sitt í símann minn. Þegar ég leit á það sprakk ég úr hlátri, hann skírði sig SMALL DICK í símann minn. Ég kvaddi, hljóp í burtu til stelpnanna og bara dó úr hlátri, fannst þetta alltof fyndið, þetta kalla ég sko hreinskilni.

Í dag fékk ég svo SMS frá Small dick:
Hey Dora, let's hang out tonight.

ég svaraði ekki.

Klukkutíma seinna fékk ég annað SMS:
Ok,you dont behave good so we can only be sms boy/girlfriend for 15min.

ég svarði ekki.

Svo fékk ég annað SMS 2 tímum seinna:
Ok, its finished between us. We sms-love too much each other for this relation to work. it is not you, it is me. Anyway, it was good to have ths forever love for 15min.

HA?

Thursday, October 9, 2008

Schoolgirl

Okei löngu kominn tími á blogg.

Skólinn byrjaði loksins í dag. og já ég sagði loksins, ég hef alltaf verið lítill aðdáandi skóla en eftir næstum mánaðarfrí fær maður nóg af því að hafa ekkert við að vera... þó ég sé í París.

Hitti bekkinn minn i dag og svona, lítur allt ósköp vel út, nema mér finnst ég kunna svo agalega lítið í frönsku miðað við alla hina. ég get svo voðalega lítið talað..

Annars er búið að vera gaman hjá okkur glóu.. Fengum gest í síðustu viku hana Bailey vinkonu Eygló frá Kanada. það var mjög gaman og við gátum túristast á fullu þá, og skoða næturlífið á kvöldin. Mæli eindregið með Batofar, sem er klúbbur á báti sem liggur við bryggju á Signu. Skemmtileg tónlist og já bara mega gaman að dansa á bát. Við munum sko fara aftur einhverntimann...

Annars hata ég að geta ekkert verslað hérna, það er svo dýrt þegar krónan er svona lág... þannig að planið er:
1. Hanga í La Défense (viðskiptahverfi)eða hjá Ritz og finna mér heitan ríkan mann.
2. Heilla hann með persónutöfrum mínum.
3. Fara í H&M og kaupa allt sem mér finnst flott, bara svona til að eiga nóg.
4. Fara á avenue Montaigne og versla í Lois Vuitton, Prada, Chanel o.s.frv.
5. gera allt sem hægt er að gera fyrir peninga í París... og það er sko margt.
6. Þegar ég verð búin að fá leið á þessu lífi, versla ég aðeins meira og dömpa gaurnum... og fer að hanga fyrir utan slökkvistöðina í næstu götu.. þar eru heitir gaurar.

þetta plan getur ekki klikkað

ég er reyndar búin að versla smá, búin að eyða 100 evrum í íþróttabúð.
já, þið lásuð rétt, íþróttabúð. búin að kaupa mér hlaupaskó, buxur, topp, boli, sundbol og borðtennisspaða.. og ótrúlegt en satt þá er ég búin að fara nokkrum sinnum út að skokka, er svo stolt af mér. Fengum barnapíustarf sem felst í því að fara með 9 ara stelpu í sund einu sinni í viku þannig að ég þurfti sundbolinn fyrir það, því ég ætla sko að vera dugleg að synda þegar ég fer. Verð að sjálfsögðu að vera pínu fit fyrir ríka heita gaurinn.

Ætla að fara að læra!
Au revoir

Tuesday, September 23, 2008

Place de la concorde





var í partý áðan, dansaði við fedde la grand og útsýnið var svona eins og sést á þessari mynd, nema bara myrkur og eiffel turninn blikkaði, næææs.

Place de la concorde, eitthvað fancy partý og kampavín....

...lífið er sko gott í parís

Monday, September 22, 2008

Paris

Jæja, loksins komin til Parísar og þá er komin tími til þess að fara að blogga aftur.

París er fokking æðisleg, komum í gær, í íbúðina okkar sem er svo mega kósí. okkur líður bara eins og við séum heima sem við jú erum.

10 mín labb í gær, þá eru við komnar að signu og eiffel turninn blasir við, ekki leiðinlegt það, svo svona 20 mín í viðbót og þá erum við komnar að honum... jeee, líkar það vel.

löbbuðum um 4. hverfið í dag, mýrin. Gyðingahverfi, svo bara rétt við hliðina er hommahverfið, haha.. þar voru án efa fallegustu menn parísar, alveg týpískt að þeir séu hommar... kræst

svo fundum við stað sem við munum vera alltaf á milli 5 og 8, happy hour. 3 evrur fyrir bjór eða vínglas og þá fær maður með smárétti, pasta og pizzu og eitthvað frítt með OOOg, 6 evrur fyrir mojito og svona matur með líka, voða næs. ekki leiðinlegt að fá sér mojito, finnst það alls ekki leiðinlegt.

haha, þrátt fyrir að vera búnar að sjá eiffel turninn, notre dame og svona þá samt vorum við eygló alveg að missa okkur yfir monoprix.... sem er matvörubúð og lika smá fatabúð, svona eins og hagkaup. úrvalið er svo magnað haha. fullt af ferskum fiski og kjöti, svo allir ostarnir og allt brauðið, össössöss, við munum sko alveg nenna að elda í vetur, sem og við gerðum í kvöld, rosa duglegar.


en jááá... komið í heimsókn sem fyrst, alltaf pláss í sófanum og svo erum við með dýnu líka, pláss fyrir 3 auka í einu. allir að koma jájá

Kveðja Dóra Franska



P.S. svona var eiffel turninn í gær þegar við sáum hann, var blár og svo þegar við komum á brú á signu þá fór hann að blikka næs

Sunday, April 6, 2008

Fló á skinni

Við Bryndís ákváðum að gerast menningarlegar og fórum út að borða og í leikhús á föstudaginn.

Fórum út að borða á La vita e bella, ekki smá gott. Síðan var það leikhúsið, sáum Fló á skinni og vá hvað það var fyndið. Við hlógum og hlógum en samt ekkert miðað við sessunauta okkar. við hliðina á mér var kelling með svo háværan og hvellan hlátur og við hliðina á Bryndísi var kall sem hló ótrúlega hátt og klappaði alltaf líka og kallaði snilld snilld! Pínu pirrandi já en við létum það ekkert á okkur fá.

Mæli eindregið með þessu leikriti, ef þið eruð ekki búin að sjá það nú þegar. Tælenska skúringarkonan, holgóma frændinn og þýski ferðamaðurinn og fleiri góðir karakterar voru alveg að gera sig og ég bara skil ekki hvernig gói var svona rosalega fljótur að skipta um föt...

Fimmtudagurinn var án efa skemmtilegur og skrautlegur og vil ég þakka öllum fyrir frábæra skemmtun, held að ég fari ekkert nánar út í það.

Lag dagsins: Everybody's gotta learn sometime með Beck og Jon Brion

Monday, March 31, 2008

úff hvað ég er þreytt

Var að vinna og ég bara skil ekki af hverju svona mikið af fólki fer út að borða á mánudagskvöldi, allt allt of mikið að gera. er ekki að fílaða

Það eru 78 dagar þangað til ég útskrifast úr MA. Var í dag í mátun fyrir stúdentshúfu og svona gaman. Trúi því ekki að þetta sé að verða búið, finnst eins og ég hafi byrjað í 1.F. i gær.
en ég hlakka samt svooooo til. Komin með svo mikið leið á skóla í bili
Get ekki beðið eftir Paris oui oui.

Mæli með Flight of the Conchords, algjör snilld. Mátulega steiktir og yndislega fyndnir og nýsjálenskur hreimur er rosatöff.




Lag dagsins: Ghost Writer með Rjd2